10. jan. 2024

10. jan. 2024

Árás á nafnaþjóna ISNIC

Stór DDoS árás var gerð á nafnaþjóna ISNIC og hafði það áhrif á vef, EPP, WHOIS og RDAP þjónustur. Sem fyrr varð grunnþjónustan við .is (DNS-þjónustan) ekki fyrir áhrifum.

Fyrst varð vart við árásina 2024-01-10 kl. 15:30 og var bakvakt fljótlega byrjuð að greina vandamálin.

Ekki tókst að verjast árásinni að fullu fyrr en kl. 16:55 og voru þá allar þjónustur uppi og svöruðu venjulega.

Verið er að greina árásina og finna leiðir til að herða okkar kerfi til að verjast slíkum árásum betur í framtíðinni.
Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin