11. nóv. 2019

Flutningur léns á nýjan hýsingaraðila

Undirbúningur á lénaflutning

Þegar flytja skal hýsingu léns frá einum hýsingaraðila yfir á annan vill oft gleymast að afrita tæknilegar upplýsingar um tölvupóst frá fráfarandi lénahýsingu. Uppsetning á léni segir ekki eingöngu til hvar nýja vefsíðan er hýst, heldur ekki síður upplýsingar um tölvupóstþjónustu. Fráfarandi hýsingaraðili lénsins er með þessar upplýsingar skráðar hjá sér og getur eflaust upp fæslur fyrir póstþjónustu (MX records) og TXT færslur sem þarf að afrita á nýja staðinn.

Ef ekki næst í fráfarandi hýsingaraðila er hægt að fletta tæknilegum upplýsingum upp með Dig skipuninni eða með vefsíðu sem býður upp á slíka þjónustu. Sem dæmi er mxtoolbox þar sem hægt er að setja inn lénið til að fá MX færslurnar. Hægt er að fá upp TXT færslur með því að skrifa:

txt:lén.is
Stytting á dreingingar tíma

Eftir fluttning á léni tekur það tíma fyrir nýjar upplýsingar um lénið að dreifast um netið. Þennann tíma má stytta með því að lækka TTL gildið á NS færslum hjá fráfarandi lénahýsingaraðila. Gott er að gera þetta í sömu viku og áætlaður fluttningur á að vera framkvæmdur.

DNSSEC

Þeir sem vita til þess að lénið þeirra er DNSSEC signað þarf að undirbúa flutning vel svo að lénið haldi áfram að virka. Sjá þau skref sem þarf að taka.

Að framkvæma flutning

Auðvelt er að flytja hýsingu léns yfir á nýjan aðila. Athugið að lénið þarf að vera upp sett hjá tilvonandi hýsingaraðila áður en lénið er flutt til hans á minni síðu, sjá hvernig breyti ég um nafnaþjóna, þ.e. breyti vistun léns? og get ég vistað lénið mitt á erlendum nafnaþjónum? svo framarlega að uppsetning stenst tæknilegar kröfur ISNIC.

Algeng vandamál við flutning á léni

Of lágt TTL

Algengasta vandamál við flutning léns er þegar hýsingaraðilinn setur svokallaðar NS færslur (sem segja til um hvar lénið er hýst) með of lágu TTL gildi, þ.e.a.s. gildi sem er lægra en einn dagur (86400 sekúndur). Þegar slíkt vandamál kemur upp þarf að hafa samband við lénahýsingaraðilann og fá hann til að hækka TTL gildið á NS færslunum. Í sumum tilvikum getur notandinn sjálfur breytt TTL gildi NS færslna (NS records), á þeim stað sem sýslað er með lén hjá hýsingaraðlanum, en oftast þarf að hafa samband við tæknideild þeirra. Slík breyting tekur venjulega mjög stuttan tíma í framkvæmd. Þegar búið er að hækka TTL gildi NS færslna er hægt að flytja hýsingu lénsins á nýju nafnaþjónana.

Lén finnst ekki

Næst algengasta vandamálið við flutning .is léna milli hýsingaraðila er að lénið hefur ekki verið sett upp á nafnaþjónum hýsingaraðlans áður en flutningur er reyndur. Í þeim tilvikum þarf að fullvissa sig um hvort að búið sé að setja lénið inn í viðmót hýsingaraðlans og ef svo er ekki þarf að tala við tæknideild þeirra um að setja lénið upp á amk 2 nafnaþjóna. Þegar búið er að setja lénið inn á nafnaþjóna þeirra er hægt að flyja hýsingu lénsins á nýju nafnaþjónana.

Nafnaþjónn ekki skráður

Þriðja vandamálið, sem vert er að nefna, er þegar nafnaþjónar nýja hýsingaraðlans sem á að nota eru ekki skráðir hjá ISNIC. Það er mikilvægt að umsjónarmenn nafnaþjónana séu með skráð netfang (Zone contact) svo að þeir fái tilkynningar frá ISNIC um villur í uppsetningu nafnaþjóna og þeirra .is léna sem sett eru upp á þeim og geti brugðist við þeim. Þegar þetta kemur upp skal hafa samband við hýsingaraðlann og hann fenginn til að bæði skrá tengilið og þá nafnaþjóna sem þarf. Sjá hvernig skrái ég nafnaþjón hjá ISNIC, en í stuttu máli þarf að innskrá sig og fara á skráningarsíðu nafnaþjóna, setja inn nafnaþjón og auðkennið á tengilið hýsingaraðilans.

Veftré
Fara upp