12. jan. 2021

Tengja lén við Wordpress

Einfalt er að tengja vefsíður hýstar hjá Wordpress við .is lén. Ef þú notar DNS hýsingu hjá þriðja aðila, sjá leiðbeiningar fyrir það hér.

Fyrsta skrefið er að setja lénið upp á nafnaþjóna Wordpress. Hjá þeim er notuð leið sem þeir kalla „Domain Mapping“. Hér má finna leiðbeiningar frá Wordpress fyrir Domain Mapping. Við það setja þeir lénið þitt upp á sína nafnaþjóna og gefa þér upp hvaða þjónar það eru. Oftast nota þeir þessa þjóna: ns1.wordpress.com, ns2.wordpress.com og ns3.wordpress.com.

Þegar að .is lénið er komið upp á nafnaþjóna Wordpress, getur þú sett lénið þitt upp á nafnaþjónana í gegnum isnic.is.

  1. Skráðu þig inn á þitt NIC-auðkenni
  2. Farðu í Mín síða, smelltu á Lén og veldu Áframsending og hýsing
  3. Veldu lénið þitt og smelltu á Flytja hýsingu
  4. Skrifaðu nafnaþjóna Wordpress inn í fyrstu þrjá reitina, Aðalnafnaþjónn, Nafnaþjónn 2 og Nafnaþjónn 3. Skildu fjórða reitinn eftir auðan og smelltu á Áfram

Veftré
Fara upp