Skilyrði um innlendan tengilið er eftir sem áður í gildi ef um beina skráningu erlendra aðila er að ræða - þá er umboðsaðilinn ávallt innlendi tengiliðurinn.
Breytingin opnar farveg fyrir erlend fyrirtæki og einstaklinga til að gerast umboðsmenn hjá ISNIC, að uppfyltum almennum skilyrðum - rétt eins og innlendir umboðsmenn þurfa.
ISNIC er mjög umhugað um að varðveita mikið traust og trúverðugleika .is rótarlénsins. Í þeim efnum skiptir áreiðanleiki upplýsinganna í Whois-gagnagrunninum höfuðmáli. Samfara breytingunni áskilur ISNIC sér rétt til að hafna skráningum erlendis frá, sem ekki uppfylla gæðakröfur ISNIC um fullnægjandi upplýsingar um rétthafann.
Ástæða breytinganna er að gera erlendum aðilum sem vilja skrá .is lén kleift að eiga samskipti við þjónustuaðila á sínu svæði, í stað þess að verða að tilgreina íslenskan tengilið rétthafa. Eftir sem áður geta erlendir ríkisborgarar ekki skráð .is lén milliliðalaust.
Í lokin má geta þess að banni við milliliðalausri skráningu erlendra aðila á sænska rótarléninu .se hefur verið aflétt með öllu. Löngu áður hafði sama breyting átt sér stað með .dk (danska) rótarlénið. Eftir stendur að .no (Noregur) leyfir aðeins fyrirtækjum að skrá .no lén, og .fi (Finnland) býr enn við mjög strangar reglur. Stefnan er að .is verði besta og öruggasta rótarlén í heimi. Við erum sem stendur í 4. sæti samkv. McAffe skýrslunni.
ISNIC vill nútímavæða skráninguna og auka skilvirkni starfseminnar - án þess að láta af háum gæðakröfum .IS rótarlénsins.