Oct 29, 2008

Oct 29, 2008

Krafan um innlendan tengilið rétthafa afnumin

Erlendir rétthafar .is-léna geta framvegis verið tengiliðir fyrir sín eigin lén og skráð .is-lén, án kröfu um innlendan tengilið. Breyting þessi er til samræmis við breytingar hjá mörgum erlendum skráningaraðilum s.s. IIS sem rekur .se (Svíþjóð). Eftir sem áður geta erlendir aðilar skráð .is-lén í gegnum umboðsmann eða innlendan hýsingaraðila.

Áður auglýst breyting á reglum ISNIC, sem nú hefur tekið gildi, felst í því að tengiliður rétthafa þarf ekki lengur að vera Íslendingur eða innlendur lögaðili. Réttindaskrifstofa Gerhard Bauer við Mercedesstr. 137 í Stuttgart, Þýskalandi getur þar með haft umsjón með léninu benz.is svo dæmi sé tekið. Nokkuð algengt var að óprútnir innlendir aðilar skráðu þekkt heiti (t.d. vörumerki) sem .is-lén, sem þeir kröfðu síðan réttmæta aðila um greiðslu fyrir. Þess háttar starfsemi gerði í raun út um gömlu regluna um innlendan tengilið, enda hefur nú víðast hvar verið aflögð.

Jafnframt hefur ISNIC nú fengið heimild til að afturkalla skráningar erlendra rétthafa, sem ekki gefa upp fullnægjandi upplýsingar um nafn og heimilisfang rétthafans, eftir rafræna áskorun um úrbætur.

ISNIC mælir eftir sem áður með innlendum umboðsmönnum fyrir erlenda rétthafa til að gæta réttinda sinna á Íslandi.

 

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received