News ➜
Sep 2, 2009
➜ Áhugaverðar dagsetningar netsins
Sep 2, 2009
Áhugaverðar dagsetningar netsins
2. september 1969 voru fyrstu vélarnar tengdar við ARPAnetið, forvera Internetsins. Tvær vélar voru samtengdar hjá UCLA og var það kallað "fyrsti andardráttur internetsins", af þeim sem fyrir því stóðu.
Þó má segja að 29. október 1969 sé jafnvel enn áhugaverðari dagsetning. Þá tókst að koma á tenginu milli Háskólans í Kalíforníu (UCLA) og Rannsóknastofnunar Standford háskóla (SRI) og senda skilaboð á milli staðarnetanna (log).
Þannig er frumutgáfa 'netsins' sem slík 40 ára um þessar mundir. Á Íslandi hefur verið aðgangur að Interneti í 20 ár á þessu ári með IP samskiptum.