Oct 23, 2009

Oct 23, 2009

Landalén þýskalands breytir skráningareglum

Reglum um .DE lénið hefur nú verið breytt. M.a. hefur verið opnað fyrir skráningu á lénum sem eru tveir stafir og framvegis má skrá lén sem líkjast öðrum lénum í öðrum rótarlénum s.s. .com og .net. Lén sem líkjast skráningarplötum bifreiða í Þýskalandi (landfræðilegar skammstafanir) má nú skrá, en slíkt hefur verið bannað hingað til hjá DENIC.
Skráningarreglur landaléna hafa almennt séð orðið einfaldari á liðnum árum og landalénin sótt í veðrið gagnvart svokölluðum hlutverkalénum (.com, .org, .info). Landalén teljast nú vera um 1/3 af um 150 milljónum léna í heiminum skv. upplýsingum frá samtökum skráningaraðila í Evrópu og víðar, CENTR, sem ISNIC er fullgildur aðili að.

.DE-lén, þarf að skrá í gegnum viðurkenndan skráningaraðila. DENICdirect, sem er rekinn af DENIC eG, er einn af skráningaraðilum .DE-rótarlénsins. Punktur-DE er næst stærsta landalén í heimi með yfir 13 milljónir léna og næstum jafn stórt og .CN (Kína).

Punktur-IS-lén eru aðeins 26.674 þegar þetta er skrifað, en hefur fjölgað um rúm 100% þremur árum. Nýliðinn septembermánuður var sá stærsti sögu ISNIC en þá voru nýskráð 779 .is-lén móti 440 lénum í september 2008.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received