Nov 3, 2010

Nov 3, 2010

.IS á meðal öruggustu höfuðléna í heimi

Nýútkomin skýrsla McAfee, "Mapping the Mal Web" 2009, sýnir að höfuðlénið .is mælist enn á ný á meðal öruggustu léna í heimi. Aðeins um 0,3% líkur eru á því að lenda á vafasömu .is-léni hvað vírusa og svik ýmiskonar áhrærir.

Skýrslan sýnir annars mjög dökka mynd af ástandi sumra höfuðléna og yfir 100% aukningu á heildarfjölda óöruggra (e. risky) léna í heiminum. Sem fyrr er ástandið langverst í Asíu og borgin Shaoxing í Kína er tiltluð sem vírus-höfuðborg heimsins. Kínverjar hafa þó tekið myndarlega til í hjá sér undanfarið og á nokkurra mánaða tímabili á síðasta ári eyddu þeir um 5,7 milljónum .cn-lénum, eða um 78% af öllu .cn-svæðinu!

Í Evrópu er ástandið verst í Rúmeníu (.ro) en um 21% líkur eru á því að lenda á sýktu léni á .ro-svæðinu. Það er því best að opna síður tölvupóst eða vef undir þessum lénum nema vita örugglega hvað stendur að baki.

Heimildir: McAfee, Wikipedia og CENTR

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received