Apr 16, 2011

Apr 16, 2011

FTP er 40 ára

Upprunalega aðferðin við að flytja skrár milli véla á Netinu nefnist FTP (File Transfer Protocol). Þessi samskiptaaðferð er algeng enn í dag, 40 árum seinna. Til dæmis til að senda skrár á vefþjóna, til að flytja mjög stór gagnasöfn og til ýmis konar kerfisvinnu. Vafrar sæka skrár vefsins hins vegar með HTTP. Myndrænir vafrar komu á sjónarsviðið um 1992, en  fyrir þann tíma var 'vafrað' á netinu með texta-forritum t.d. á usenet, gopher, telnet, irc og ftp. Lítið er eftir af gopher þjónum, en þó má enn finna nokkra. T.d. hér.

RFC114 inniheldur drögin að FTP staðlinum sem var gefinn út 16. apríl 1971. Höfundur þeirra er Abhay Bhushan. Endanleg skilgreining á FTP var síðan sett fram 1985 í  RFC959 eftir Jon Postel og Joyce Reynolds. RFC959 er einnig birtur sem STD009 af IETF, þ.e.a.s. Internet Standard. Áhugasömum lesendum sem vilja kynna sér meira um sögu Internetsins er bent á vefina www.postel.org og www.livinginternet.com.

 

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received