Aug 29, 2011

Aug 29, 2011

Að skipta um rétthafa léns

Aðeins tengiliður rétthafa léns, eins og hann er skráður í Whois-gagnagrunni ISNIC (sjá efst til hægri), getur  skipt um rétthafa á léni, enda er um afsal á réttindum að ræða.

Skráningararskírteini .is-léna geymir upplýsingar um rétthafa lénsins og tengiliði. Sé tengiliður hættur eða hann ófær um að gera nauðsynlegar breytingar á skráningu lénsins, þarf að fylla út viðeigandi eyðublað og senda það til ISNIC. Athugið að eingöngu tengiliður rétthafa getur skipt um rétthafa á léni, ekki starfsmenn ISNIC. Skírteinið má finna með því að rita nafn lénsins (t.d. dv.is) inn í Whois-leitargluggann.

Skipt um rétthafa léns: Fyrst þarf að skrá sig inn á viðeigandi NIC-auðkenni (notendanafni), sem finna má með því að skrifa nafn lénsins ásamt .is-endingunni inn í Whois-leitargluggann. Á þjónustuvef ISNIC (Mín síða) er smellt á liðinn "skipta um rétthafa" og í lokin þarf að staðfesta breytinguna með því að sinna tölvupósti sem berst frá ISNIC. Þetta er allt og sumt.

Þegar skipt er um rétthafa léns er spurt hvort nýi rétthafinn skuli einnig greiða árgjald lénsins. Ekki er hróflað við öðrum skráningarupplýsingum lénsins, s.s. tengiliðum eða hýsingu þess, heldur er þannig upplýsingum breytt undir liðunum "breyta lénaskráningu" eða liðnum "flytja hýsingu". Undir liðnum "Mín skráning" breyta innskráðir tengiliðir eigin upplýsingum s.s. netfangi og heimilisfangi. Aðrir liðir eru t.d. "Sjálfvirk endurnýjun og kortaupplýsingar" en alls hefur tengiliður rétthafa aðgang að 12 aðgerðarhnöppum á sinni síðu.

Rétthafar .is-léna eru hvattir til að kynna sér þjónustuvef ISNIC með því að skrá sig inn og yfirfara skráningu lénsins. Rétt skráð lén viðheldur trúverðugleika þess á Internetinu og byggir undir aukið traust í viðskiptum.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received