Sep 7, 2011

Sep 7, 2011

ISNIC-salurinn Höfðatorgi

ISNIC býður gestum og gangandi upp á fyrirlestrarsal, ásamt kaffiaðstöðu, á 17. hæðinni Höfðaturninum gegn sanngjörnu gjaldi. Salurinn, sem tekur mest 30 manns, var aðallega hugsaður fyrir Internet-tengt fræðslustarf á vegum ISNIC, en nýtist líka vel öðrum.

Síðasta vetur voru t.a.m. BTM-námskeið (breytingar, tækifæri, markmið) Vinnumálastofnunar, sérhæfð internet-markaðsnámskeið Hjartar Smárasonar, vöru- og fjárfestingakynningar fjármálafyrirtækja og aðalfundir fyrirtækja í Höfðatorgi haldin í ISNIC-salnum. Útsýnið úr salnum er í senn mikilfenglegt og uppörvandi, enda salurinn í um 90 m. hæð yfir sjávarmáli. Pantið salinn tímalega í afgreiðslu ISNIC í s. 578 2030. Dagatal salarins og leiguverð er á www.isnic.is

Útleigu á sal hefur verið hætt
Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received