Systurfyrirtæki ISNIC frá Norðurlöndunum auk Færeyja og Grænlands eru í vinnuheimsókn hjá ISNIC í dag og á morgun föstudag vegna árlegs samráðsfundar registrýjanna á Norðurlöndum, NIC-Norden, sem í ár er í fyrsta sinn haldinn í Reykjavík.
Ágætu viðskiptamenn, vegna þessa getur orðið um skerta simsvörun hjá ISNIC að ræða á föstudag.
NIC-Norden 2011 fjallar um réttarstöðu léna og af því tilefni hafði ISNIC frumkvæði að því að fá þekktan lagaprófessor á þessu sviði, Dr. Konstantin Komaitis, til þess að vera aðalfyrirlesari námskeiðsins, sem er eingöngu ætlað sérfræðingum á sviði lénamála. Markmiðið með NIC-Norden fundunum er að auka við þekkingu þátttakenda og miðla reynslu milli skráningarstofanna á Norðurlöndunum. Fullbókað er á námskeiðið.