Sep 27, 2011

Sep 27, 2011

Hvaða stafur er oftast fremstur í lénum?

Algengasti upphafsstafur orða í íslensku er stafurinn s. Það kemur því ekki á óvart að sá stafur kemur oftast fyrir sem fyrsti stafur í lénum. ISNIC hefur tekið saman saman súlurit  sem sýnir dreifingu fyrsta stafs í .is-lénum. Annað súlurit, á síðunni  "Tölulegar upplýsingar", sýnir dreifingu fjölda stafa í lénum.

Eins og súluritin sýna er langalgengast að .is-lén byrji á bókstafnum s, og séu 6-7 stafir að lengd. Næst koma bókstafirnir h, b, f og stafurinn a er fjórði algengasti upphafsstafur .is-léna.

Mjög sjaldgæft, þó ekki sjaldgæfast, er að .is-lén byrji á bókstafnum x, enda byrjar ekkert íslenskt orð á x. Lénið xa.is, lén Hægri-grænna, flokki fólksins er nýlegt dæmi slíkt lén. Lén stjórnmálaflokka sem einnig byrja á x, eru t.d.: xb.is lén Framsóknarflokksins, xd.is lén Sjálfstæðisflokksins, xe.is lén Framboðsfélags E-listans, xf.is lén Frjálslinda flokksins, xm.is lén Fólksins í bænum, xs.is lén Samfylkingarinnar og xv.is lén Vinstri-grænna.

Öllum er heimilt að leita að lénum í rétthafaskrá ISNIC og skoða skráningarskírteini .is-léna. Aðeins þarf að skrifa nafn lénsins ásamt .is-endingunni inn í leitargluggann efst til hægri hér á forsíðu ISNIC. Öryggisins vegna er fjöldi uppflettinga á klukkustund þó takmarkaður.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received