Jan 2, 2012

Jan 2, 2012

Gleðilegt nýtt ár - lækkað árgjald .is léna

Starfsmenn og stjórn ISNIC óska viðskiptamönnum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir þau liðnu, sem eru orðin 25 að tölu. Landshöfuðlénið .is verður 25 ára þann 18. nóvember nk. þótt fyrsta lénið, hi.is, hafi reyndar verið skráð þann 11. desember 1986.

ISNIC hefur nú lækkað árgjald léna um eitt þúsund krónur (12,5%) eða í kr. 6.982. Lækkun árgjaldsins er ætlað að stuðla að um 18% fjölgun léna á þessu ári. Verði fjölgunin meiri má búast við að árgjaldið lækki aftur að ári liðnu. 

Tölfræði 2011: Uppsafnaður heildarfjöldi léna var í lok árs 2011 rúmlega 36.000 lén. Nýskráð voru 7.903 lén, en 3.329 lén voru afskráð. Nettófjölgun léna á árinu 2011 var því 4.574, eða um 14,5%.

Fjölgun .is-léna hefur verið jöfn og góð undanfarin þrjú ár, eða 4.065 lén 2009, 4.165 lén 2010 og 4.574 lén á nýliðnu ári eins og áður sagði. Hins vegar dróst nettófjölgun léna saman á (hrun)árinu 2008.

Heildarfjöldi .is-léna hefur rúmlega tvöfaldast á fimm árum og er nú ríflega 36.000 lén, eða um 11% af fólksfjölda á Íslandi. Það er heldur lægra hlutfall en í Svíþjóð og Danmörku, sem hvort um sig státa af rúmlega einni milljón léna, en um helmingi hærra hlutfall en í Finnlandi og Noregi.

 

 

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received