May 30, 2012

May 30, 2012

Auðvelt að skrá .is lén

ISNIC tók í dag í notkun sérhæfða leitarvél (leitarglugga) fyrir .is-lén, sem er hönnuð og forrituð af starfsmönnum ISNIC.

Nýi leitarglugginn er staðsettur á miðri forsíðu ISNIC og minnir þannig sumpart á leitargluggann hjá Google, enda gegnir leitin lykilhlutverki hjá ISNIC rétt eins og hjá Google! 

Nýja leitarvélin einfaldar mjög nýskráningu léna, bæði fyrir gamla og ekki síður nýja viðskiptamenn. Þá einfaldar leitarglugginn einnig innskráningu inn í vefþjónustu ISNIC mjög, þar sem ekki þarf lengur að leita fyrst að notendanafninu (NIC-auðkenninu) til þess að geta skráð sig inn. Það eina sem notandinn þarf að muna eftirleiðis er nafnið á léninu. 

Í þriðja lagi fjarlægir lénaleitin sjálfkrafa innslegin for- og viðskeyti og annað sem ekki nýtist beinlínis við að leita að .is-léni. Þá er ekki lengur nauðsynlegt að skrifa .is fyrir aftan orðið sem leitað er að. Gamla góða „Whois“ uppflettingin, sem er efst til hægri, er áfram á sínum stað, enda gefur hún ein tæmandi upplýsingar um lénið.

/jpj

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received