Sep 7, 2012

Sep 7, 2012

Ísland í 12. sæti á heimsvísu

World Wide Web Foundation (WWWF) hefur birt fyrstu könnun sína á útbreiðslu, áhrifum og notkun vefsins í heiminum. Könnunin náði til 61 lands og reynt var að mæla áhrif netnotkunar á þátttökuþjóðirnar.

Mælingum var skipt í þrjá meginflokka, grunnþjónustu (þ.e. netið sjálft, aðgengi og afköst), útbreiðslu og notkun vefsins (þ.e. hversu stór hluti þjóðarinnar notar vefinn, magn efnis o.s.frv.). Að lokum voru efnahagsleg, pólitísk og félagsleg áhrif vefsins í viðkomandi löndunum metin.

Samkvæmt WWWF er Ísland er í 12. sæti af 61 einni þjóð þegar vegin meðaleinkunn þessara þriggja flokka var reiknuð. Áhugavert er að Ísland lendir í fyrsta sæti þegar grunnþjónusta (readyness & communication) er skoðuð, í 6. sæti yfir vefnotkun og úbreiðslu vefsins, en hrapar 26. sæti þegar þjóðfélagsleg áhrif hans voru mæld (þar sem m.a. er mæld notkun hins opinbera á vefnum, vefnotkun stjórnmálaflokka og miðlun efnahagslegra upplýsinga).

Af niðurstöðum þessarar skýrslu má draga þá ályktun að góður internetaðgangur er nauðsynleg, en ekki nægjanleg forsenda mikillar og markvissar vefnotkunar þjóða. Sjá nánar á https://thewebindex.org

/mó

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received