Nýskráð lén hjá ISNIC árið 2012 voru 8.965 en 3.793 lénum var eytt. Nettófjölgun léna 2012 var því aðeins 5.172 lén. Fjöldi skráðra .is-léna í árslok 2012 var 41.106 lén móti 35.934 lénum ári áður, sem gerir um 14% aukningu. Rúmlega 80% .is-léna eru skráð á innlenda aðila en um 8400 lén á erlenda rétthafa (20%) og dreifast þeir um allan heim, langflestir þó á vesturlöndum.