Aug 27, 2013

Aug 27, 2013

Valfrjálst gjald fyrir prentun og póst

Internet á Íslandi hóf í dag að innheimta sérstakt gjald fyrir prentun, umslögun og heimsendingu á reikningum til viðskiptamanna. Gjaldið er valkvætt, sem þýðir að viðskiptamenn sem „afþakka pappír“ (sjá neðst undir Mínum stillingum) fá reikning aðeins sendan með tölvupósti og spara sér 200 krónur auk vsk. Það munar um minna.

Eftir sem áður er ekkert seðilgjald innheimt hjá ISNIC og þeir sem kjósa að greiða árgjald lénsins í netbanka, fá greiðsluseðil án endurgjalds. ISNIC mælir þó með „sjálfvirkri endurnýjun“ og notkun greiðslukorta við kaup og endurnýjun léna.

Reikningar og yfirlit eru aðgengilegir greiðendum og tengiliðum rétthafa léna á svæði í vefþjónustu ISNIC. Til þess að finna NIC-auðkennið, (notendanafnið) nægir að rita nafn lénsins í leitargluggann hér á miðri forsíðu ISNIC. Þar má smella á „Týnt lykilorð" til þess að endurstilla lykilorðið hafi það gleymst.

Viðskiptamenn ISNIC eru hvattir til að afþakka pappír og hjálpa þannig til við að halda árgjaldi léna áfram óbreyttu.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received