Mar 17, 2014

Mar 17, 2014

Bandaríkjastjórn viljug til að sleppa hendinni af netinu.

Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna, n.t.t. sú deild sem fer með fjarskiptamál, e. „U.S. Commerce Department’s National Telecommunications and Information Administration (NTIA)“, hefur tilkynnt að ráðuneytið hafi í hyggu að gefa eftir yfirstjórnunarhlutverk sitt varðandi lykilatriði í nafnaþjónustu Internetsins til þeirra fjölmörgu aðila sem málið varðar (e. multistakeholder) þ.e.a.s. til fulltrúa þeirra sem í raun stjórna og nýta nafnaþjónustu netsins daglega.

Í tilkynningunni segir orðrétt: "The U.S. Commerce Department’s National Telecommunications and Information Administration (NTIA) today announces its intent to transition key Internet domain name functions to the global multistakeholder community." Með global multistakeholder community er átt við þá einkaaðila sem í raun stjórna internetinu (þótt enginn einn stýri því beinlínis) með því að samhæfa og leiða saman þá sem hafa raunverulegan hag af því að netið virki sem best alls staðar. Þessir aðilar eru t.d. Internet Engineering Task Force  (IETF), Internet Architecture Board (IAB), Internet Society (ISOC),  skráningarstofur IP talna (e. the Regional Internet Registries), skráningarstofur  landséna eins og t.d. ISNIC, aðrir rekstraraðilar höfuðléna (e. top level domain name operators), fyrirtækið VeriSign (sem frá byrjun hefur gengt lykilhlutverki í rekstri rótarlénsins) og aðrir áhugasamir aðilar, bæði opinberir og einkaaðilar, sem láta sér annt um að frjálst og óháð internet. Sá aðili sem nú gegnir lykilhlutverki í virkni netsins í heild er fyrirtækið ICANN í umboði IANA. ISNIC er aðili að ICANN/IANA samkvæmt samningi og fullgildur aðili að CENTR, samtökum Evrópskra lénaskráningaraðila.

ISNIC fagnar tilkynningunni og vonar að útspil Bandaríkjastjórnar verði til þess að draga úr áhuga ýmissa ríkisstjórna víða um heim til að taka stjórn internetsins á sínu svæði í sínar hendur. 

 

 

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received