ISNIC vill að gefnu tilefni taka fram að félagið hefur tekið til skoðunar hvaða ráðstafana grípa má til varðandi lén sem mikið hefur verið í fréttum undanfarna daga. Lénið virðist tengjast, eða vera á vegum, þekktra öfgasamtaka.
Félagið hefur aldrei áður staðið frammi fyrir sambærilegri stöðu og ekki er með beinum hætti gert ráð fyrir henni í reglum ISNIC um lénaskráningu. Því ber félaginu að stíga varlega til jarðar og ígrunda vel þá kosti sem eru í stöðunni. Sú vinna fer nú fram.
ISNIC hvetur fjölmiðla og aðra til að fjalla ekki um lénið með beinum hætti og rita ekki nafn þess á vef, því slíkt hvetur aðeins til frekari útbreiðslu þess.
ISNIC.