Apr 10, 2015

Apr 10, 2015

Skrifstofa ISNIC lokuð í dag, 10. apríl.

Engin símaþjónusta verður hjá ISNIC í dag, föstudaginn 10. apríl vegna árlegs verkefnafundar starfsmanna ISNIC, sem að þessu sinni er haldinn á Fosshótel Heklu. Eftir sem áður er full þjónusta á vefnum og með þolinmæðina að vopni geta viðskiptamenn m.a. sótt hreyfingalista og afrit reikninga, endurnýjað árgjald léns með korti, uppfært dagsetningu kortsins, skipt um kort, skráð lén, eytt lénum, skipt um rétthafa, flutt lén milli nafnaþjóna (þjónustuaðila) svo eitthvað sé nefnt. Þjónusta ISNIC er í eðli sínu sjálfsafgreiðsluþjónusta og aðeins með því móti getur ISNIC haldið áfram að lækka raunvirði þjónustunnar.

Einföld innskráning. Nú nægir að vita nafn lénsins til þess að skrá sig inn. Prófið með því að skrifa lénið inn í stóra leitargluggann hér á forsíðu ISNIC og smella svo á hlekkinn „Týnt lykilorð“ við það netfang sem við á.

Njótið helgarinnar!

ISNIC

 

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received