Jan 11, 2016

Jan 11, 2016

Villur í DNS þjónustu Bluehost

Enn einu sinni eru .is lén sem vistuð eru hjá ameríska vefþjónustufyrirtækinu Bluehost í uppnámi. Annar af tveimur nafnaþjónum sem fyrirtækið setur undir .is lén svarar ekki fyrir neitt þessara léna (og er reyndar með öllu sambandslaus við netið). Þetta þýðir að rétthafar og tengiliðir allra .is léna sem vistuð eru á þessum nafnaþjóni fá nú afrit af vikulegum skeytum sem við sendum til Bluehost með ábendingu um vandmálið og beiðni um að þessu verði kippt í lag.

Því miður eru svör Bluehost við þessu vandmáli þess eðlis að ISNIC getur ekki annað en hvatt alla rétthafa .is léna til að flytja DNS vistun sína frá Bluehost sem fyrst, áður en lénunum verður sjálfvirkt lokað vegna þess að þau uppfylla ekki lengur tæknilegar grunn-kröfur ISNIC um virkni DNS þjónustu þeirra.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received