Jul 5, 2016

Jul 5, 2016

Motus innheimtir annað en lén

Internet á Íslandi hf. (ISNIC, Modernus og RIX.is) samdi nýlega við Motus (Greiðslumiðlun ehf.) um milliinnheimtu fyrir aðra þjónustu en lén. Hins vegar vildi ekki betur til en svo, við innleiðingu þjónustunnar hjá Motus, að nokkrir rétthafar léna fengu að ósynju áminningu um ógreidd lénagjöld. Þetta voru mistök hjá Motus og eru viðkomandi viðskiptamenn beðnir velvirðingar.

Lén eru ávallt fyrirframgreidd til eins árs í senn og lenda því ekki í vanskilum nema í skamman tíma. Séu þau ekki endurnýjuð lokast/hverfa þau sjálfkrafa. Ferlið tekur hins vegar sinn tíma þar sem fyrri rétthafi léns hefur allt að 60 daga umþóttunartíma vilji hann endurnýja lénið. Þegar léni er hins vegar sagt upp á vefsíðu ISNIC fellur útistandandi krafa vegna árgjaldsins sjálfkrafa niður.

Yfir 10.000 ný lén eru skráð og um 5.000 lénum er eytt sjálfkrafa hjá ISNIC – árlega. Sem stendur er virkur fjöldi léna 58.318 lén (sjá efst til vinstri).

 

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received