Mar 13, 2017

Mar 13, 2017

Enn einu sinni setur Bluehost viðskiptavini sína í uppnám

[14.3. kl. 0930: Nafnaþjónar Bluehost uppfylla nú kröfur ISNIC.]

Fyrir skömmu ákvað Bluehost Inc. (vistunaraðili léna í Norður Ameríku) að breyta tæknilegri tilhögun vistunar sinnar á .is-lénum (og öðrum lénum) þannig að ekki er lengur fullnægt þeim tæknilegu kröfum sem gerðar eru til .is léna. Fyrirtækið gerði þetta fyrirvaralaust og án samráðs við þá viðskiptavini sem vista hjá þeim .is-lén.

Tæknilegar kröfur ISNIC til vistunar .is-léna hafa verið Bluehost kunnar frá upphafi og þær hafa ekki breyst á neinn hátt, sjá https://www.isnic.is/is/domain/req. Lénum sem ekki eru vistuð samkvæmt tæknilegum kröfum ISNIC er lokað eftir að handhöfum þeirra hafa verið sendar viðvaranir. Þetta er liður í öryggisstefnu ISNIC. Sjá https://www.isnic.is/is/domain/rules#5. Bluehost er fullkunnugt um þessa tæknilegu vankanta á þjónustu sinni, en hafa lýst því yfir að þeir muni ekki bæta úr þessu.

Þetta er í þriðja sinn á undanförum árum sem Bluehost ákveður að fara þannig með viðskiptavini sína. ISNIC vill því eindregið hvetja rétthafa .is léna til að flytja DNS vistun þeirra frá Bluehost áður en til sjálfvirkrar lokunar þeirra kemur (hvort sem Bluehost muni bæta ráð sitt í þetta skipti eða ekki).

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received