Aug 4, 2017

Aug 4, 2017

Skrifstofa ISNIC í frí til þriðjudags

Skrifstofa ISNIC lokar kl. 12 á hádegi í dag, föstudag, og opnar aftur kl. 09 á þriðjudag.

Rétthöfum léna sem kunna að renna út (lokast) á þessum tíma er bent á að hægt er að endurnýja lén á vef ISNIC með greiðslukorti.

Innskráning inn í vefþjónustu ISNIC er afar auðveld, t.d. með því að skrifa nafn lénsins í leitargluggann (sjá ofar), smella síðan á „innskráning“, t.d. við greiðanda. Hægt er að endursetja lykilorð með því að smella þar á „týnt lykilorð“.

Ef lén er útrunnið (óvirkt) liggur ógreidd bankakrafa upp á kr. 5.980 á kennitölu skráðs greiðanda í heimabanka viðkomandi. Lénið virkjast sjálfkrafa við greiðslu kröfunnar. Kröfuhafi er Internet á Íslandi hf. (ISNIC).

Skoðið skráningarskírteini lénsins í „Whois-leitinni“, efst hér á forsíðu ISNIC, þar koma fram ýmsar uppl. s.s. um hver er greiðandi lénsins og hver er „tengiliður rétthafa“ og hver er rétthafi (eigandi).

Gleðilega Verslunarmannahelgi – akið varlega!

Starfsfólk ISNIC.  

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received