Mar 15, 2007

Mar 15, 2007

.is með fjórða lægsta hlutfall varhugaverðra léna í heimi

Nýlega var birt skýrsla frá McAfee um mælingar sem gerðar voru á þeirra vegum á ýmsum hliðum öryggismála hjá skráðum undirlénum hinna ýmsu þjóðarléna og almennra rótarléna. Þessi skýrsla var birt þann 12. mars sl. og má nálgast í heild sinni hérna.

Helstu niðurstöður eru af lénum sem prófuð voru reyndust 4.1% vera varhugaverð öryggislega séð (sjá skilgreingar í skýrslu). Mikill munur er á öryggi/gæðum milli rótarléna -- frá 0.1% varhugaverð lén undir .FI (Finland) í 10.1% undir .TK (Tokelau).

Fjögur af fimm lægstu hlutföllunum sem mældust eru á norðurlöndum, þ.e. Finnland (0.10% slæm lén), Noregur (0.16%), Ísland (0.19%) og Svíþjóð (0.21%).

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received