Mar 21, 2019

Mar 21, 2019

Nýr tímaþjónn ISNIC kominn í gang

ISNIC hefur síðan 2012 rekið NTP klukku sem var tengd við GPS loftnet og var því svokölluð stratum 1 klukka. Í janúar á þessu ári var slökkt á henni og vinna hófst við að setja upp nýja. Nýja klukkan var sett í gang í síðustu viku en s.l. mánudag var hún loksins útskrifuð og tilbúin til notkunar.

NTP (Network Time Protocol) er tækni sem gerir tölvum kleift að stilla klukkuna eftir heimild. NTP kerfinu er skipt upp í svo kölluð „strata“, sem gefur til kynna hversu langt frá „réttri“ klukku þessi tölva er. Í þessu samhengi er rétt klukka skilgreind sem kjarnorkuklukka. Slíkar klukkur eru óhemju nákvæmar (nákvæmni upp á ca. 10-9 sekúndur á dag) og í NTP er kjarnorkuklukka skilgreind sem stratum 0. NTP þjónn sem stillir sig af með kjarnorkuklukku er skilgreindur sem stratum 1. Þjónn sem stillir sig af með stratum 1 þjóni er svo stratum 2 osfrv.

NTP þjónn ISNIC stillir sína klukku miðað við kjarnorkuklukkurnar sem eru í öllum staðsetningargervihnöttum (GPS, Glonass, Galileo). Klukkan er því mjög nákvæm og skeikar ekki nema 10-8 – 10-9 sekúndur frá réttum tíma.

NTP þjónninn er opinn öllum til að nota, en hann er einnig skráður í pool.ntp.org verkefnið og er mælst til þess að venjulegir endanotendur noti þá is.pool.ntp.org sem sitt pool. Ef þú ert hins vegar með margar tölvur og rekur jafnvel þinn eiginn NTP þjón þá geturðu notað ht-time01.isnic.is beint.

Upplýsingar um tímaþjón ISNIC má finna á hér

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received