Sep 10, 2007

Sep 10, 2007

Kröfum um vörumerki aflétt af erlendum aðilum

Eins og menn vita hefur erlendum umsækjendum um .IS lén hingað til verið skylt að staðfesta eign sína á samsvarandi vörumerki (orðmerki) hjá Einkaleyfastofu - áður en til skráningar lénsins kemur. Þessari kröfu hefur nú verið aflétt. Útlendingar geta hér eftir, rétt eins og Íslendingar, skráð hvaða .IS lén sem er. Eftir sem áður þurfa erlendir aðilar að tilgreina innlendan tengilið rétthafa. Það er praktískt atriði sett inn til þess að auðvelda ISNIC að ná sambandi við forráðamenn lénsins. Reglu númer 2.3.1. hefur verið breytt til samræmis við ofangreint og regla númer 2.3.2, sem kvað á um undanþágu frá 2.3.1, hefur verið afnumin. Eftir breytinguna standa allir jafnir gagnvart reglum ISNIC.

Ástæða breytingarinnar er annars vegar að ekki er lengur þörf á því að vernda innlenda aðila gagnvart skráningum erlendra, hafi hún á annað borð verið fyrir hendi. Hins vegar er ISNIC ekki stætt á því að hindra erlenda aðila að skrá .IS lén á sama tíma og innlendir geta hindrunarlaust skráð þau, jafnvel lén sem byggja á þekktum erlendum vörumerkjum. Í þessu fólst mismunum sem ómögulegt er að réttlæta. Á þetta hefur margoft verið bent og við því hefur nú verið brugðist.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received