Jan 24, 2021

Jan 24, 2021

Alvarleg bilun

Í gærkvöldi (laugardaginn 23.1. kl. 21:53) varð alvarleg bilun í einum af netþjónum ISNIC, sem olli útfalli á flestum hliðarþjónustum ISNIC. Aðalvefurinn okkar, www.isnic.is, "Whois og EPP" þjónusturnar, sem og fleiri minna mikilvægar þjónustur duttu út.

Athugið, að nafnaþjónar ISNIC, sem þjónusta landslénið ".is", héldu áfram að svara eins og venjulega, enda er grunnþjónustan hýst fjölmörgum nafnaþjónum hringinn í kring um jörðina (svokölluð "Anycast" þjónusta) m.a. í samstarfi við Netnode í Svíþjóð.

Á meðan á útfallinu stóð var ekki var hægt að framkvæma breytingar á skráningu, eða uppsetningu léna (t.d. að flytja lén) né heldur var hægt að nýskrá lén. Þá vildi svo óheppilega til að meginvaktkerfi ISNIC fór líka niður, sem aftur gerði það að verkum að starfsmenn ISNIC urðu ekki varir við bilunina fyrr en tilkynning um hana barst forstjóra ISNIC símleiðis frá forstjóra 1984 ehf., snemma á sunnudagsmorgninum.

Búið var að endurræsa allar þjónustur um kl. 10:20 (GMT) sunnudaginn 24.1.2021.

Unnið er að greiningu og breytingum á högun kerfisins, til að freista þess að hindra að lík atvik endurtaki sig – og til að minnka áhrif slíkra bilana – en þau voru því miður all víðtæk gagnvart okkar viðskiptavinum. ISNIC biður viðskiptamenn sína velvirðingar á óþægindum sem útfall þjónustunnar kanna að hafa valdið þeim.

Ítarleg skýrsla (svokallað "post-mortem report") verður birt á hér vefnum svo fljótt sem verða má.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received