Apr 29, 2022

Apr 29, 2022

Nýjar reglur ISNIC

ISNIC hóf endurskoðun á reglum um lénaskráningu sumarið 2021, í kjölfar þess að Alþingi samþykkti ný lög um íslensk landshöfuðlén, sbr. lög nr. 54/2021. Drög að nýjum reglum voru birt á vef ISNIC í febrúar 2022 og áhugafólk hvatt til að koma ábendingum á framfæri. ISNIC hefur unnið úr þeim ábendingum sem bárust og stjórn ISNIC samþykkti nýjar reglur um lénaskráningu á fundi sínum fimmtudaginn 28. apríl.

Ekki er um að ræða verulegar efnisbreytingar frá fyrri reglum, heldur einkum tæknilegar breytingar til að tryggja að reglurnar samræmist hinni nýju löggjöf. Þá eru gerðar breytingar á uppsetningu og fyrirsögnum til að auka skýrleika reglnanna.

Reglurnar hafa verið birtar á vef ISNIC og taka þegar gildi.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received