Jan 17, 2023

Jan 17, 2023

Bilun hjá Rapyd við greiðslu með nýjum kortum

Bilun hefur komið upp í greiðslukerfi Rapyd við greiðslu á lénum með nýjum greiðslukortum á isnic.is. Enn er hægt að greiða árgjöld með kortum sem eru nú þegar vistuð í kortageymslu. Einnig er hægt að endurnýja lén með því að greiða útgefnar kröfur í heimabanka. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu ISNIC ef villa kemur upp við greiðslu á léni.

Við erum að vinna að lausn á vandamálinu með Rapyd og munum senda út tilkynningu þegar bilunin hefur verið löguð.

Við afsökum óþægindin sem þetta kann að valda og þökkum þolinmæðina.

Starfsfólk ISNIC

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received