Mar 30, 2023

Mar 30, 2023

Vefur isnic.is lá niðri í 14 mínútur

Vefur isnic.is lá niðri í 14 mínútur, klukkan 12:55-13:09, í dag fimmtudaginn 30. mars. Framkvæmd hjá kortaþjónustu Rapyd, þar sem kort voru flutt frá eldri yfir í nýja kortageymslu, myndaði mikið álag á vef isnic.is, sem olli því að hann lá niðri í 14 mínútur. Möguleiki er á truflunum við greiðslur með greiðslukortum í gegnum vef isnic.is í dag, en verið er að vinna að lausn á vandamálinu.

Uppfært 14:22 - Engar truflanir eru lengur á greiðslum með greiðslukortum

Athugið! Atvikið hafði engin áhrif á grunnþjónustu ISNIC, né önnur .is lén. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem það kann að hafa valdið.

Starfsfólk ISNIC

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received