May 29, 2008

May 29, 2008

Rixinn er framlag ISNIC til netsamfélagsins

Fjarskiptahluti Intís heitir RIX (Reykjavík Internet Exchange) eða rix.is. Þar skiptast innlendir internetþjónustuaðilar á ip-umferð sín í milli til þess að spara kostnað og lágmarka flæði innlendrar netumferðar um útlandasambönd. Þjónustuaðilarnir sem tengjast Rixinum eru flest helstu fjarskiptafyrirtæki landsins sem bjóða upp á Internetsambönd.

Í samstarfssamningi félagsins við ICANN, sem fer með stjórn og samræmingu Internetsins í heiminum, og nýlega var staðfestur formlega, er grein sem hljóðar á þá leið að rótarlénsaðilarnir (Top Level Domain Managers) skuli leggja sitt af mörkum til þróunar og eflingar Internetsins á sínu svæði.

Internet á Íslandi hf. lítur á reksturinn á RIX sem framlag félagsins til eflingar innlenda hluta Internetsins. Þannig dekka rekstrartekjurnar af Rixinum, eins og hann er oftast nefndur, aðeins hluta af raunverulegum tilkostnaði við þjónustuna á hverju ári.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received