Skrifstofa ISNIC er lokuð yfir páskana og opnar aftur þriðjudaginn 22. apríl.
Við minnum á að ógreidd lén loka daginn eftir eindaga. Því hvetjum við viðskiptavini til að ganga úr skugga um að öll lén séu endurnýjuð áður en haldið er til páskafrís.
Athugið að nafn kröfuhafa bankakrafna vegna lénagjalda er Internet á Íslandi hf. Lén endurnýjast og virkjast sjálfkrafa við greiðslu krafna, en einnig er hægt að greiða lénagjöld með korti í gegnum vefinn.
ISNIC óskar viðskiptavinum sínum ánægjulegra frídaga.