Jul 23, 2008

Jul 23, 2008

Einfalt að greiða lén með korti á vef ISNIC

Sjálfvirk endurnýjun léna. Nú geta rétthafar .is-léna sett lénin sín í svokallaða sjálfvirka endurnýjun og minnkað með því áhættuna á því að lénið verði óvirkt vegna greiðslufalls á árgjaldinu - t.d. ef reikningurinn frá ISNIC berst ekki viðkomandi af einhverjum ástæðum. Greiðslugátt ISNIC opnaði 10. júlí sl. Viðskiptamenn tóku nýju þjónustunni opnum örmum og fyrstu tvær vikurnar hafa tvö af hverjum þremur nýjum lénum verið greidd með korti.

Lesið skráningarskírteini lénsins. Rétthafar léna eru hvattir til að setja lénin sín í sjálfvirka endurnýjun og spara þannig vinnu við greiðslu og bókun reikninga. ISNIC sendir öllum sem greiða með korti kvittaðan reikning í pósti á innskráð heimilisfang greiðanda lénsins. Skoðið skráningu lénsins (í Whois-glugganum efst hægra megin) og leiðréttið rangar upplýsingar. Svokallað NIC-auðkenni er notendanafnið sem viðkomandi tengiliður skráir sig inn á. Innskráning í ISNIC-kerfið er í sömu línu og Whois leitarglugginn. Smellið á Týnt lykilorð til þess að búa til nýtt lykilorð hjá ISNIC.

Athugið að tengiliður rétthafa getur einn breytt öllum upplýsingum um lénið og hann hefur því í raun full umráð yfir léninu. Í þessu felst m.a. vald til að umskrá lénið yfir á nýjan rétthafa. Að öllu jöfnu ætti því rétthafinn, eða honum nátengdur aðili, jafnframt að vera tengiliður lénsins.

Gangi ykkur vel!

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received