Jul 31, 2008

Jul 31, 2008

ISNIC opið 24/7 - skrifstofan lokuð á föstudag.

Skrifstofa Internets á Íslandi hf. fer í fjögurra daga helgarfrí og verður því lokuð föstudaginn 1. ágúst. Þeir sem greiða með korti geta þó skráð lén og afgreitt sig sjálfir allan sólarhringinn í sjálfvirku skráningarkerfi ISNIC.

Þrátt fyrir sumarhitann að undanförnu virðist ekkert lát á nýskráningum léna. Í gær 30. júlí voru nýskráð 24 lén, sem telst nokkuð mikið á þessum árstíma.

Skráningarferli léna er þetta:

1. Veldu Tengiliðir - nýskráning, hér til vinstri, ef þú ert nýr notandi hjá ISNIC.
Ef þú átt fyrir eitt eða fleiri lén, og manst ekki notendanafnið (NIC-auðkennið) þitt hjá ISNIC, skrifaðu þá lénið ásamt .is endingunni inn í Whois-leitargluggann efst til hægri. Upp kemur skráningarskírteini lénsins. Það inniheldur m.a. NIC-auðkennið, sem þú þarft til að geta innskráð þig.
2. Opnaðu tölvupóstinn frá ISNIC, smelltu á slóðina í póstinum og fylgdu leiðbeiningunum. Nú ertu innskráð(ur) í ISNIC kerfið og getur skráð lén. Allir sem skrá .is lén verða að skrá sig rétt í ISNIC-kerfinu. Þetta er lykilatriði varðandi traust og trúverðugleika .is léna. Óþekktir aðilar, sem vilja fara huldu höfði, mega ekki skrá .is lén.
3. Smelltu á Lén, nýskráning vinstra megin. Upp kemur gluggi þar sem hugmynd þín að léni er skrifuð inn ásamt .is endingunni. Vandaðu innsláttinn. Kerfið leitar nú hvort lénið er þegar til, ef ekki getur þú haldið áfram og skráð lénið.
4. Næst þarf að tilgreina vistunaraðila. Ef ekki er búið að ákveða með vistun fyrir lénið á þessu stigi þarf að velja Biðsvæði til að byrja með.
5. Næst þarf að skrifa inn kennitölu rétthafa lénsins ef hann er innlendur, en annars eingöngu nafn og heimilisfang.
6. Í lokin þarf að skrá inn greiðslukort og smella á greiða neðst á skjánum. Staðfesting ætti að berast frá ISNIC innan 60 mínútna. Eftir það er ráð að skoða skráningarskírteini nýja lénsins í Whois leitarglugganum. Þar má einnig skoða skráningar allra .is léna.

Gleðilega verzlunarmannahelgi - akið varlega.
Sumarkveðja, starfsfólk ISNIC.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received