News ➜
Oct 2, 2008
➜ 0% verðbólga hjá ISNIC !
Oct 2, 2008
0% verðbólga hjá ISNIC !
Stjórn Internets á Íslandi hf. ákvað í haust að
engar verðbreytingar skuli gerðar á verðskrá félagsins að sinni, þrátt fyrir rúmlega fimmtungs aukningu rekstrarkostnaðar milli ára. Stjórnin vill með þessu gefa starfsmönnum og stjórnendum rými til þess að nýta tækifærið sem felst í mikilli
verðlækkun .is-léna í erlendum gjaldmiðlum. Aukin áhersla verður á næstunni lögð á sölu léna til einstaklinga og til erlendra aðila. Tæplega fjórðungur
.is-léna eru skráð á einstaklinga og innan við 5% á erlenda aðila.
Virkur fjöldi .is-léna er nú um 22.050 og hefur fjölgað um 16% sl. ár. ISNIC stefnir á að fjölgun léna á þessu ári og því næsta muni vega upp á móti auknum kostnaði og gott betur. Áskorunin felst í því að nýta verðlækkunina sem orðin er gagnvart erlendum keppinautum til aukinnar markaðssóknar gæðalénsins .is.