Apr 15, 2002

Apr 15, 2002

Uppboð á lénum

Internet á Íslandi hf, ISNIC, hefur ákveðið að bjóða upp eftirtalin lén í samræmi við bráðabirgðaákvæði A í reglum um skráningu léna og stjórnun á léninu .is

Boðin verða upp:

a) öll lén þar sem nafn léns inniheldur aðeins tölustafi.

b) eftirtalin lén:

arts.is
firm.is
ftp.is
internet.is
irc.is
mail.is
nom.is
rec.is
shop.is
telnet.is
usenet.is
web.is
who.is
www.is

Frestur til að skila inn tilboðum er til lok dagsins 28. maí 2002.

Lénin eru boðin upp með þeim hætti að skilað er inn skriflegum tilboðum til ISNIC sem opnuð verða miðvikudaginn 29. maí 2002 kl. 11:00 í Tæknigarði, Dunhaga 5, IS-107 Reykjavík. Öllum frjálst að fylgjast með opnun tilboða.

Tekið er við tilboðum á skrifstofu ISNIC í Tæknigarði. Einnig má senda tilboð í pósti. Athugið að tilboð þurfa að berast til ISNIC í síðasta lagi 28. maí 2002. Munið að undirrita tilboð.

Tilboð send í pósti ber að stíla á:


Internet á Íslandi hf.
b/t uppboð
Tæknigarði
Dunhaga 5
IS-107 Reykjavík

Skilmálar

Eftirfarandi skilmálar gilda um þátttöku í uppboðinu. Uppfylli tilboð þátttakanda að einhverju leyti ekki þau skilyrði sem sett eru verður litið á tilboðið sem ógilt og verður ekki tekið tillit til þess.

  1. Frestur til að skila inn tilboðum er til lok dagsins 28. maí 2002.
  2. Virðisaukaskattur 24,5% leggst ofan á tilboðsupphæð.
  3. Lágmarksupphæð fyrir hvert lén er kr. 10.000,-.
  4. Hvert lén er boðið upp sérstaklega og verða þátttakendur að gera tilboð í hvert lén fyrir sig.
  5. Hver þátttakandi getur boðið í fleiri en eitt lén, en þó gert einungis eitt tilboð í hvert þeirra.
  6. Hæsta boði verður tekið í hverju tilviki fyrir sig. Verði boð jöfn ræður hlutkesti.
  7. Öll tilboð renna út 2. júlí 2002 og eru þáttakendur í uppboðinu bundnir við boð sín þar til. Lén sem boðin eru upp og enn eru óskráð í lok 2. júlí 2002 verða þá laus til almennrar umsóknar.
  8. Þann 30. maí 2002 verða lén, sem boðin eru upp, birt á vef ISNIC ásamt nöfnum handhafa hæstu boða. Handhöfum hæstu boða verður einnig send tilkynning í tölvupósti ef netfang fylgir tilboði. Hafa hlutaðeigandi þá frest í fjóra (4) virka daga til að ganga frá umsókn, greiðslu og vistun á léninu, samkvæmt reglum ISNIC, svo unnt sé að skrá það. Falli handhafi frá tilboði með því að ganga ekki frá nauðsynlegum atriðum svo skrá megi lénið er næsthæsta boði tekið með birtingu á léni og handhafa næsthæsta tilboðs á vef ISNIC og svo koll af kolli.
  9. Þátttakendur í uppboðinu eru bundnir við boð sín allt þar til þau lén sem þeir buðu í hafa verið greidd og vistuð.
  10. Árgjald af þeim lénum sem boðin eru upp skulu greidd samkvæmt reglum ISNIC árlega eftir ár frá skráningu lénanna.
  11. Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram í tilboðum:
    1. Nafn og kennitala þátttakanda í uppboðinu.
    2. Heimilsfang þátttakenda.
    3. Netfang þátttakenda ef hann hefur slíkt.
    4. Lén sem boðið er í (t.d. 120.is eða web.is)
    5. Upphæð sem boðin er í íslenskum krónum.

  12. Tilboð skulu undirrituð. Tekið er á móti tilboðum á skrifstofu ISNIC. Einnig má senda tilboð í pósti (ábyrgðarbréf) stílað á:

    Internet á Íslandi hf.
    b/t uppboð
    Tæknigarði
    Dunhaga 5
    IS-107 Reykjavík

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received