Löndin sem sótt geta nú um IDN-þjóðarlén eru t.a.m. Grikkland, Kína, Rússland, Ísrael og ýmis arabalönd. Hægt verður að stofna rótarlén (.xx) á ritmáli viðkomandi lands og þá verður mögulegt að skrifa bæði nafn lénsins og rótarlénis með kínversku letri, svo dæmi sé tekið, í stað þess að nota eingöngu enska stafi eins og .cn fyrir kínversk lén.
Framtíðin leiðir svo í ljós hvort markaðurinn vill breytinguna og víst er hún mun taka mörg ár - takist hún á annað borð. Þess má geta að ISNIC hefur boðið upp á séríslensk IDN-lén um all langt skeið og veitir 90% afslátt af árgjaldi þeirra eigi sami aðili samsvarandi lén án séríslenskra stafa. Dæmi um þekkt íslensk IDN lén eru t.d. alþingi.is, vísir.is, morgunblaðið.is og já.is.