2. nóv. 2009

2. nóv. 2009

Um alþjóðleg höfuðlén

Nýleg samþykkt ICANN um IDN þjóðarlén, sem mbl.is birti frétt um í síðustu viku, hefur ekki áhrif hér á landi eins og skilja mátti af fréttinni. Breytingin snýr eingöngu að þjóðarlénum á IDN staðli, þ.e. lénum í löndum sem notast við önnur stafamengi en þau sem byggja á latneska stafrófinu. Íslenska stafrófið er latneskt að uppruna og fellur því ekki undir þessar heimildir.

Löndin sem sótt geta nú um IDN-þjóðarlén eru t.a.m. Grikkland, Kína, Rússland, Ísrael og ýmis arabalönd. Hægt verður að stofna rótarlén (.xx) á ritmáli viðkomandi lands og þá verður mögulegt að skrifa bæði nafn lénsins og rótarlénis með kínversku letri, svo dæmi sé tekið, í stað þess að nota eingöngu enska stafi eins og .cn fyrir kínversk lén.

Framtíðin leiðir svo í ljós hvort markaðurinn vill breytinguna og víst er hún mun taka mörg ár - takist hún á annað borð. Þess má geta að ISNIC hefur boðið upp á séríslensk IDN-lén um all langt skeið og veitir 90% afslátt af árgjaldi þeirra eigi sami aðili samsvarandi lén án séríslenskra stafa. Dæmi um þekkt íslensk IDN lén eru t.d. alþingi.is, vísir.is, morgunblaðið.is og já.is.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin