ISNIC flutti eins og kunnugt er höfuðstöðvar sínar úr Tæknigarði við Dunhaga þann 4. mars sl. í Höfðatún 2 (Höfðaturinn 17. hæð) Reykjavík. Nýr og fullkominn tölvusalur ISNIC er einnig staðsettur þar - djúpt í iðrum jarðar - undir Höfðatorgi. Fleiri net- og vefþjónustur ISNIC, þar u. K-rótin (einn af 13 höfuðnafnaþjónum Internetsins) verða á næstu vikum fluttar úr Tæknigarði í Höfðatorg, sem nú er orðinn mikilvægur punktur á innlenda hluta Internetsins.
Tæknimenn Internets á Íslandi hf. reyna eins og unnt er að velja dag eins og þennan (Hvítasunnudag) þegar internetnotkun landsmanna er í lágmarki, til þess að framkvæma viðkvæmar breytingar, sem gætu orsakað truflanir á þjónustu ISNIC.