23. maí 2010

23. maí 2010

Skipulagður niðritími í 50 mín. á Hvítasunnudag

Flutningur á vefþjóni ISNIC, ásamt fleiri tækjum, úr Tæknigarði í Höfðatorg gekk samkvæmt áætlun. Vefþjónusta ISNIC lá af þessum sökum niðri í tæpa klukkustund milli kl. 19 og 20 á Hvítasunnudag.

ISNIC flutti eins og kunnugt er höfuðstöðvar sínar úr Tæknigarði við Dunhaga þann 4. mars sl. í Höfðatún 2 (Höfðaturinn 17. hæð) Reykjavík. Nýr og fullkominn tölvusalur ISNIC er einnig staðsettur þar - djúpt í iðrum jarðar - undir Höfðatorgi. Fleiri net- og vefþjónustur ISNIC, þar u. K-rótin (einn af 13 höfuðnafnaþjónum Internetsins) verða á næstu vikum fluttar úr Tæknigarði í Höfðatorg, sem nú er orðinn mikilvægur punktur á innlenda hluta Internetsins.

Tæknimenn Internets á Íslandi hf. reyna eins og unnt er að velja dag eins og þennan (Hvítasunnudag) þegar internetnotkun landsmanna er í lágmarki, til þess að framkvæma viðkvæmar breytingar, sem gætu orsakað truflanir á þjónustu ISNIC.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin