Oct 3, 2010

Oct 3, 2010

Klámkóngurinn John Zuccarini og <i>villulén</i>

Sé spurt hvort hver sem er geti skráð hvaða lén sem er? er almenna svarið . Hver sem er getur vissulega skráð hvaða lén sem er, en hvort hann megi það er annað mál. Það kemur ekki ljós fyrr en síðar. Lén getur haft nægilega mikla skírskotun til vörumerkis eða annarra huglægra réttinda að skráning þess brjóti á rétti þriðja aðila. Kæri sá aðili skráningu lénsins, og vinni málið, tapar rétthafinn sem skráði lénið fyrstur a.m.k. skráningargjaldinu (kr. 6360 + vsk.) og léninu.

Ein af meginreglunum við skráningu léns er að skrá lénið "í góðri trú". Í henni felst að skrá síður lén sem er mjög líkt eða alveg eins og þekkt innlent eða erlent heiti/vörumerki - og sérstaklega ekki ef starfsemin sem léninu er ætlað að fóðra er eins og starfsemin í tilviki samsvarandi þekkts vörumerkis eða heitis. Slíkt gæti dómstóll skilgreint sem "Typo-squatting" (typo-domain, villulén) eða "Cybersquating" (þjófalén) og gengur gegn fyrrgreindri reglu um að skrá lén í góðri trú.

Maður að nafni John Zuccarini, þekktur bandarískur klámkóngur, nýtur þess vafasama heiðurs að vera fyrsti einstaklingurinn sem er dæmdur sekur samkvæmt nýlegum almennum lögum (Civil-law) í Bandaríkjunum sem banna "typosquatting" (banna skráningu villandi léna). Zuccarini skráði nokkur "villulén" (e. typo-domains) sem líktust nöfnum frægs fólks á við leikkonunnar Nicole Kidman, bræðranna í Backstreet Boys og söngkonunnar Britney Spears. Sannað þótti að herra Zuccarini hefði skráð lénin í þeim tilgangi einum að plata fólk inn á klámvefi sína og hagnast þannig á frægð listamannanna. Fyrir það var hann dæmdur af hverfisdómstól suðurhluta New York árið 2000. Áfrýjanir Zuccarini hafa enn engan árangur borið. Heimild: www.wiredsafety.org

Hátt öryggi og mikill trúverðugleiki .IS léna felst m.a. í mjög lágu hlutfalli villuléna á .IS-lénasvæðinu.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received