Sep 26, 2019

Sep 26, 2019

Áframsending tölvupósts uppfærð v/ Google

Uppfært 2019.10.10:

Áframsendingarþjónusta tölvupósts hefur nú verið uppfærð til að ráða við breyttar kröfur Google (sjá neðar). Í leiðinni var bætt við þeim möguleika að áframsenda tölvupóst á nokkra aðra vinsæla þjónustuaðila og áframsendingarþjónustan almennt efld og endurbætt.

Búið er að fjölga MX færslum hjá þeim notendum áframsendingar sem voru þá þegar að áframsenda póstinn sinn til Google, til samræmis við nýjar kröfur. Athugið að þessi breyting er ekki sýnileg í notendaviðmóti ISNIC, heldur gerist hún bak við tjöldin í DNS þjónum áframsendingarinnar.

Hægt er að sjá nýju MX færslurnar með því að nota uppflettitól á borð við dig eða MX Toolbox.

Einnig var endurbætt meðhöndlun Áframsendingarinnar á TXT (og þar með SPF) færslum. Nú er ekki lengur nauðsynlegt að setja gæsalappir utan um slíkar færslur í viðmóti okkar, þeim er bætt við sjálfkrafa í bakendanum.


Eldri frétt, 2019.09.26: Breyting hjá Google hafnar áframsendingu til Gmail

Fyrir skömmu breyttust kröfur Google hvað varðar stillingu léna sem nota Gmail til að taka við og senda tölvupóst. Nú er gerð krafa um fjórar MX færslur, en áður dugði ein.

Áframsendingarþjónusta ISNIC uppfyllir því ekki lengur kröfur Google hvað þetta atriði varðar, sem þýðir að viðskiptavinir geta ekki [sem stendur] nýskráð áframsendingu tölvupósts til Gmail og fá villumeldingu um að fleiri MX færslur vanti. Breytingin virðist þó ekki gilda afturvirkt. Tölvupóstur léna, sem þegar eru skráð í áframsendingu til Gmail, virðist virka áfram.

Nú er unnið að því að útvíkka áframsendingu ISNIC svo hún uppfylli þessar nýju kröfur Google. Þegar því er lokið verður uppsetning eldri léna sem áframsenda tölvupóst til Gmail leiðrétt til samræmis við nýju kröfurnar. Notendur þurfa ekkert að gera.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received