Oct 12, 2022

Oct 12, 2022

Þriðja skýið fyrir ".is"

Kerfisstjórn ISNIC lauk nýlega innleiðingu á þriðja dreifiskýiinu (Anycast Service) til að dreifa DNS upplýsingum fyrir landshöfuðlénið ".is" um internetið. Fyrir valinu varð þjónusta að nafni "RcodeZero DNS" frá kollegum okkar hjá NIC AT GmbH (ehf.) Um er að ræða skiptisamning milli ISNIC og NIC AT, félags sem við þekkjum vel til og er keimlíkt ISNIC.

Hlutur ISNIC í samstarfinu felst í að eiga, fæða og hýsa tölvubúnað RcodeZero DNS á Íslandi. Vegna mjög afskektrar legu landsins nýtist samstarfið einkar vel netnotendum beggja vegna Atlandsála. Hin tvö dreifiskýin, sem dreift hafa DNS uppl. fyrir .is um langa hríð, eru hið sænska Netnod og PCH (Packet Clearing House). Fleiri hundruð netþjónar sjá nú um að dreifa og svara DNS fyrirspurnum um .is-lén hringinn í kring um jörðina.

Lesið frétt um samstarfið á vefsíðu RcodeZero

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received