Hlutur ISNIC í samstarfinu felst í að eiga, fæða og hýsa tölvubúnað RcodeZero DNS á Íslandi. Vegna mjög afskektrar legu landsins nýtist samstarfið einkar vel netnotendum beggja vegna Atlandsála. Hin tvö dreifiskýin, sem dreift hafa DNS uppl. fyrir .is um langa hríð, eru hið sænska Netnod og PCH (Packet Clearing House). Fleiri hundruð netþjónar sjá nú um að dreifa og svara DNS fyrirspurnum um .is-lén hringinn í kring um jörðina.
Lesið frétt um samstarfið á vefsíðu RcodeZero