Jun 20, 2024

Jun 20, 2024

„Biblía“ internetsins 30 ára

Allt frá dögum Rod Beckstrom (f. 1961), fyrsta forstjóra og stjórnarformanns ICANN, fyrirtækisins sem sér um samræmingu og stjórnun internetsins, og Jon Postel heitnum (d. 1998) höfundi fyrstu internet-staðlana, hefur internetið haldið sig alfarið frá trúarbrögðum og stjórnmálum.

Þó er eitt, sem hefur í tímans rás fengið „hálf-trúarlega stöðu“ á netinu: nefnilega RFC1591 (hvítbók eða biblía internetsins) hvers helsti höfundur er áðurnefndur Jon Postel – blessuð sé minning hans.

Í marsmánuði sl. varð RFC1591 30 ára. Með titlinum „Lénaheitakerfið, strúktúr [þess] og stjórnun“ (e. Domain Name System Structure and Delegation) var því sem í daglegu tali er kallað „DNS“ komið á fót sem alþjóðlegu, dreifðu og umfram allt skalanlegu kerfi til að stjórna höfuðlénum internetsins (e. Top Level Domain names). Með því að setja grunnreglur og -stefnur fyrir skráningu og úthlutun höfuðléna á efsta stigi lénaheitakerfisins (e. TLD) hefur það stuðlað að stöðugleika og virkni internetsins á heimsvísu og um það (netið) hefur ríkt friður. Fátt ef nokkuð annað er mikilvægara fyrir landshöfuðlén (e. ccTLD) eins og td. „.IS“, sem er eitt minnsta landshöfuðlén netsins, en DNS-kerfið og RFC1591. Þetta tvennt hnattvætti í raun og veru höfuðlénin, en leyfði þeim jafnframt - hverju fyrir sig - að setja sér sínar eigin reglur innan marka RFC1591 og fleiri internet-staðla.

Jens Pétur Jensen, framkv.stj. ISNIC.

Ofangreindur texti er að hluta til byggður á bloggi Peter Van Roste, forstjóra CENTR.org, samtaka lénaskráningarfyrirtækja í Evrópu: 30 years of RFC 1591: Time to reflect on the policy gaps for ccTLDs

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received