Þó er eitt, sem hefur í tímans rás fengið „hálf-trúarlega stöðu“ á netinu: nefnilega RFC1591 (hvítbók eða biblía internetsins) hvers helsti höfundur er áðurnefndur Jon Postel – blessuð sé minning hans.
Í marsmánuði sl. varð RFC1591 30 ára. Með titlinum „Lénaheitakerfið, strúktúr [þess] og stjórnun“ (e. Domain Name System Structure and Delegation) var því sem í daglegu tali er kallað „DNS“ komið á fót sem alþjóðlegu, dreifðu og umfram allt skalanlegu kerfi til að stjórna höfuðlénum internetsins (e. Top Level Domain names). Með því að setja grunnreglur og -stefnur fyrir skráningu og úthlutun höfuðléna á efsta stigi lénaheitakerfisins (e. TLD) hefur það stuðlað að stöðugleika og virkni internetsins á heimsvísu og um það (netið) hefur ríkt friður. Fátt ef nokkuð annað er mikilvægara fyrir landshöfuðlén (e. ccTLD) eins og td. „.IS“, sem er eitt minnsta landshöfuðlén netsins, en DNS-kerfið og RFC1591. Þetta tvennt hnattvætti í raun og veru höfuðlénin, en leyfði þeim jafnframt - hverju fyrir sig - að setja sér sínar eigin reglur innan marka RFC1591 og fleiri internet-staðla.
Jens Pétur Jensen, framkv.stj. ISNIC.
Ofangreindur texti er að hluta til byggður á bloggi Peter Van Roste, forstjóra CENTR.org, samtaka lénaskráningarfyrirtækja í Evrópu: 30 years of RFC 1591: Time to reflect on the policy gaps for ccTLDs