Aðalsíða

Uppsetningakröfur léna

Uppsetning léns undir höfuðléni ".is" verður að uppfylla eftirfarandi:

 1. A.m.k. tveir virkir nafnaþjónar tilgreindir fyrir lén. Báðir svari rétt og eins fyrir umbeðið lén.
 2. Leyfa þarf TCP og UDP aðgang að porti 53 á nafnaþjónum.
 3. SOA færslur rétt upp settar:
  1. Samsvörun verður að vera milli uppgefins aðalnafnaþjóns og tilsvarandi sviðs í SOA færslu.
  2. Netfang þess sem ber ábyrgð á DNS þarf að vera í lagi og virkt.
  3. Tímar (hressingar-, endurtekningar- og úreldingartímar) vitrænir (Sjá: RFC1912).
 4. Allir nafnaþjónar lénsins þurfa að skila sömu upplýsingum um lénið, sömu SOA færslum (SOA) og sömu nafnaþjónum (NS).
 5. Sjálfgefinn selgeymslutími (TTL, Time-To-Live) fyrir NS færslur ekki minni en einn sólarhringur.
 6. Nafnaþjónar þurfa að vera skráðir hjá ISNIC.
 7. NS færslur réttar. Samsvörun sé milli uppgefinna nafnaþjóna og NS færsla í zone. Nafnaþjónar séu rétt skráðir í DNS (A/AAAA og PTR færslur í samsvörun).

ISNIC kannar reglubundið uppsetningu léna undir höfuðléni ".is". Komi fram við könnun að lén uppfylli ekki ofangreind skilyrði er léni lokað (merkt óvirkt í rétthafaskrá og fjarlægt úr DNS gagnagrunni) og skilaboð þar að lútandi send til tengiliða. Athugið að lén sem er lokað af þessum sökum í 60 daga er sjálfvirkt flutt á biðsvæði.