Skilaboð þar að lútandi eru send vikulega með tölvupósti til tengiliða.
Fyrst tengilið vistunaraðila, síðan eru tæknilegum tengilið bætt við því
næst tengilið rétthafa. Að lokum er rétthafa svo einnig bætt við.
Sé ástandið viðvarandi, samfellt í 8 vikur, verður léni lokað:
það merkt óvirkt í rétthafaskrá og fjarlægt úr DNS zone skrám
".is".
Eftir að lén hefur verið óvirkjað er ástand þess kannað
daglega og það virkjað ef uppsetning hefur verið lagfærð.
Eftir aðra 30 daga
er lénið sjálfvirkt flutt á biðsvæði ISNIC (skráningu nafnaþjóna
fyrir lénið breytt).
Ef uppsetning er lagfærð, áður lén flyst á biðsvæði, þarf ekkert frekar að
aðhafast til að nýta lénið.
Ef uppsetning er hinsvegar lagfærð eftir að lén er komið á biðsvæði, þá
þarf tengiliður að skrá sig inn og nota vefkerfi ISNIC til að flytja lénið
af biðsvæði yfir á rétta nafnaþjóna.