Ekki er nauðsynlegt að tilgreina IP tölu ef nafnaþjónn hefur aðra endingu en .is

Uppsetningarkröfur nafnaþjóna

Nafnaþjónar sem hýsa lén undir höfuðléni ".is" þurfa að uppfylla eftirfarandi:

  1. Nafnaþjónn verður að vera rétt skráður í DNS (A og/eða AAAA færslur)
  2. Nafn þjóns má aðeins innihalda bókstafi, tölustafi, bandstrik og punkta
  3. Leyfa þarf TCP og UDP aðgang að porti 53 á nafnaþjónum
  4. Ef nafn nafnaþjóns endar á ".is" þá þarf einnig að uppfylla eftirfarandi:
    1. Fremsti partur nafnsins (þ.e. vélarnafnið) má ekki vera eingöngu tölustafir, t.d. 123.dæmi.is.
      (sjá: RFC1035 , RFC1123 , RFC1912 )
    2. Nafn nafnaþjóns má ekki vera það sama og lénsins, þ.e.a.s. nafnið þarf að innihalda vélarnafn (t.d. nafn.dæmi.is)
  5. Nafnaþjónn þarf að vera skráður hjá ISNIC
Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin